Leikfélag Húsavíkur

þakkar fyrir frábærar móttökur!

Skilti ©Trausti Ólafs

Sýningum Leikfélags Húsavíkur á Dýrunum í Hálsaskógi er nú lokið.

Vel á annað þúsund manns sáu sýninguna og ekki annað að sjá og heyra en að leikhúsgestir kynnu vel að meta. Það er kannski ekki að undra þegar ríflega 50 leikfélagar taka sig saman og leggja metnað sinn í að setja upp flotta sýningu á sígildu verki eftir ástsælan höfund. Þó er alls ekki gefið að vel takist til, og því er stjórn LH himinlifandi yfir útkomunni og þakkar öllum þeim sem að sýningunni komu kærlega fyrir framlagið.

Við erum þegar farin að huga að næstu sýningu og greinum frá því hvað fyrir valinu verður þegar þar að kemur.

Þeir sem misstu af þessari frábæru sýningu geta kíkt á stiklu úr henni hér að neðan: