Posted on

Tilboð: 2 fyrir 1 föstudaginn 20.febrúar

Föstudaginn 20. febrúar er 2 FYRIR 1 TILBOРá Brennuvargana sem Leikfélag Húsavíkur sýnir um þessar mundir. Leikritið er eftir Max Frisch en Ármann Guðmundsson leikstýrði.  Frumsýnt var 7. febrúar sl. Smellið á tenglana að ofan fyrir sýningaplan og miðapantanir.
En um hvað fjalla Brennuvargarnir? Því lýsir leikstjórinn ágætlega í viðtali við 640.is:

Bissnessmaðurinn Biedermann og kona hans búa í bæ þar sem mikið hefur verið um húsbruna. Dag einn bankar upp á hjá honum uppgjafa glímukappi, Schmitz að nafni og áður en hann veit af er Biedermann búinn að bjóða honum að hreiðra um sig upp á lofti hjá sér. Fyrr en varir eru gestirnir orðnir tveir, loftið fullt af grunsamlegum tunnum og allt bendir til að þarna séu brennuvargarnir á ferð. Og hvað er þá hægt að taka til bragðs til að bjarga eigin skinni? Jú, halda þeim veislu… – sjá nánar á 640.is

Myndir: Jóhannes Sigurjónsson