Posted on

Leiklistarnámskeið fyrir 6. – 10. bekk

Leikfélag Húsavíkur er að fara að setja upp leikritið Sitji guðs englar og Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir verða leikstjórar. Í tilefni af því verður leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga (6. – 10. bekk) í janúar. Námskeiðið er ókeypis og mun Margrét stjórna því. Það verður sem hér segir:
Fim 9. jan. kl. 15:30
Laug 11. jan. kl. 12:00
Sun 12. jan. kl. 12:00
Mán 13. jan. kl. 15:30
Þri 14. jan. kl. 15:30
Námskeiðið verður í sal Borgarhólsskóla.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Höllu Rún Tryggvadóttur, hallart@simnet.is eða í síma 863-4178.