Posted on

Söngleikurinn Ást

Nú standa yfir æfingar á Söngleiknum Ást eftir þá Vesturportsfélaga Gísla Örn Garðarsson og Víking Kristjánsson í leikstjórn Jakobs S. Jónssonar og tónlistarstjórn Knúts Emils Jónassonar. Sýningin er að mótast og  leikmynd óðum að taka á sig form, en hún er smíðuð af listasmiðum Leikfélagsins, þeim Einari Halldóri Einarssyni og Sveinbirni Magnússyni “Bróa”.

Búningahönnuðir eru farnir að munda saumavélarnar og hlaupa um á fataloftinu til að finna persónum leiksins fatnað við hæfi.  Leikmunir eru farnir að rata upp á sviðið og allt stefnir í hátíðarfrumsýningu þann 24. nóvember!

Sem fyrr segir er stefnt að frumsýningu 24. nóvember næstkomandi og sennilega vissara að tryggja sér miða í tæka tíð. Miðapantanir í síma: 854-0044 og á midi@leikfelagid.is