Óhætt er að segja að Söngleikurinn Ást sé farinn að vekja mikla athygli, þó svo að sýningar séu enn ekki hafnar.  Fjallað hefur verið um  söngleikinn í fjölmörgum miðlum, bæði í netheimum og á prenti.

Nýjustu umfjöllunina er að finna á fréttavefnum www.siglo.is en áður höfðu fréttir birst á  www.640.is og www.641.is.  Einnig hefur verið fjallað um söngleikinn í prentmiðlum og á dögunum birtist m.a. grein um Ástina og Húsavík í tímaritinu Iceland review

Það er fleira en bara leikritið sjálft sem hefur vakið athygli.  Síðastliðinn föstudag tóku Jakob S. Jónsson leikstjóri og Þorkell Björnsson einn af aðalleikurum sýningarinnar þátt í Málþingi um íslenska tungu í Framhaldsskólanum á Laugumog fjölluðu þar um þá ákvörðun leikhópsins að þýða alla söngtexta á íslensku.  Greindi Þorkell frá því að það væri bæði rétt og sjálfsagt að bjóða íslenskum áhorfendum leiksýningu á sínu móðurmáli, enda væri íslenskan þannig tungumál, að hún ætti orð yfir hvaða hugsun og fyrirbæri sem vera skyldi.  Jakob talaði um samhengi texta og útskýrði, að við þýðingu á erlendum textum söngleiksins hefði verið unnt að tengja þá enn betur við efni sýningarinnar og hefði það skáldaleyfi verið notað.